Möndlukaka

150 gr mjúkt smjör
150 gr sykur
2 stór egg
100 gr hveiti
50 gr möndlur, malaðar
1 tsk sítrónubörkur
1/2 tsk möndludropar

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum útí, einu í senn og hrærið vel. Bætið hveiti, möndlum, sítrónuberki og möndludropum útí og blandið saman. Setjið bökunarpappír í botninn á 20 cm breiðu formi og smyrjið hliðarnar. Jafnið deiginu í formið og bakið í 40-45 mín. Látið kökuna kólna í 5 mín í forminu og losið hana síðan úr og kælið.

Bleikur glassúr:
150 gr flórsykur
3-4 msk sítrónusafi eða vatn
2-3 dropar rauður matarlitur

Hrærið öllu saman og bætið flórsykri útí ef blandan er of þunn. Smyrjið á kökuna.

Comments

Popular Posts