Kaldar tortilla rúllur
Innihald:
4 stórar tortilla kökur
3/4 rjómaostur (400gr)
Taco/salsasósa
rifinn ostur
paprika
rauðlaukur
salat
reykt skinka
Byrjið á að skera papriku og rauðlauk mjög smátt. Hrærið síðan rjómaostinum og smá taco/salsasósu (magn eftir smekk, en ekki of mikið þá verður sósan of þunn). Smyrjið þá rjómaostblöndunni á tortilluna, dreifið osti, papriku og lauk yfir.
Setjið þá salatblöð og 3-4 sneiðar af reyktu skinkunni á kökuna.
Rúllið tortillunni síðan þétt saman og þrýstið vel án þess að allt fari úr rúllunni ;)
Raðið síðan öllum rúllunum þétt saman á bakka og kælið í ca klst.
Skerið síðan í sneiðar og raðið fallega á disk.
Síðan er bara að njóta :)
Comments
Post a Comment