Svarti galdur

Warning !!! þessi er svakaleg.... dökk, blaut og svakalega saðsöm súkkulaðikaka






300 gr hveiti
450gr sykur
50gr kakó
3 tsk matarsódi
1 1/2 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk salt

3 egg
1 1/2 b sterkt kaffi
1 1/2 b súrmjólk
1 b olía
1 1/2 tsk vanilludropar

Byrjið á að hita ofninn í 180°C. Blandið  öllum þurrefnunum saman í skál og setjið síðan eggin, kaffið, súrmjólkina, olíuna og vanilludropana saman við. Hrærið á meðalhraða í 2 mín. Hræran verður mjög þunn !!

Setjið blönduna í olíuborið form, annaðhvort í hálfa skúffu eða í 2 hringlaga form ef þið viljið setja krem á milli líka. Bakið í 35-40 mín ef það er í skúffu en 30-35 mín ef kakan er í hringlaga formum.

Krem:
150gr smjör/smjörlíki
100 gr suðusúkkulaði
4 b flórsykur (440gr)
3 msk mjólk
1 tsk vanilludropar

Byrjið á að bræða suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og látið aðeins kólna. Hrærið síðan öllu vel saman í hrærivélaskál.

Þegar kakan er orðin köld, smyrjið þá kreminu á kökuna.


Upprunaleg uppskrift er héðan:
http://www.justapinch.com/recipe/lisa-glass/black-magic-cake-best-chocolate-cake-ever/cake

Comments

Popular Posts