Hafrakökur með súkkulaði

300 gr hveiti
375 gr sykur
150 gr haframjöl
1 tsk matarsódi
240 gr smjörlíki
125 gr suðusúkkulaði
2 egg
100 gr suðusúkkulaði, brætt

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og myljið smjörlíkið útí. Hnoðið vel saman. Bætið súkkulaði og eggjum útí og blandið vel saman. Búið til litlar kúlur úr deiginu og þrýstið aðeins á kúlurnar þegar þær eru settar á bökunarplötuna. Bakið þar til ljósbrúnar. Látið kólna og skreytið með bræddu súkkulaði.

Comments

Popular Posts