Sunnudagsdásemd

Kakan:

3 egg
3 dl sykur
4 msk smjör
2 plötur suðusúkkulaði (200 g)
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1½ dl hveiti

Þeytið saman egg og sykur. Bræðið saman smjör og súkkulaði og kælið aðeins. Hellið síðan út í eggjablönduna og þeytið á meðan.
Þá er vanilludropum, salti og hveiti blandað vandlega saman en ekki hræra lengi.
Setjið í hringlaga smelluform og bakið í um 15 mínútur við 200°C.

Karamella:
4 msk smjör
1 dl púðusykur
3 msk rjómi

Setjið smjör, púðursykur og rjóma í pott og látið sjóða þar til það þykknar aðeins. Hellið karamellunni yfir kökuna í forminu og bakið áfram í 15 mínútur.

Ofan á
100g suðusúkkulaði
pekanhnetur eða fersk ber og flórsykur

Þegar kakan er aðeins byrjuð að kólna er smátt söxuðu súkkulaði stráð yfir kökuna og síðan pecanhnetunum stráð eða fersku berjum.

Berið fram með þeyttum rjóma.

Þessi er alveg svakalega góð og er fengin af þessari síðu: http://www.facebook.com/pages/S%C3%B6rusystur/327293583234

Comments

Popular Posts