Heitar bollur

1 bréf þurrger, (11,5 gr)
½ dl volgt vatn
2 msk sykur
2 msk smjörlíki
1 tsk kardimommudropar
1 tsk salt
2 dl mjólk
1 egg
400-500 gr hveiti

Leysið gerið í vatninu. Hitið mjólkina og leysið smjörlíkið í mjólkinni, bætið sykri og salti saman við. Hnoðið síðan saman geri, eggi og helmingnum af hveitinu saman við mjólkurblönduna. Bætið þá restinni af hveitinu saman við og búið til kúlu. Breiðið filmu yfir eða setjið lok á hnoðskál og setjið í ísskáp. Látið hefast í 12 tíma. Hnoðið og mótið í bollur, setjið á pappír og láta hefast áfram í 30 mín. Bakið við 200°c í 12-15 mín.

Comments

Popular Posts