Afmælis Kjúklingasúpa

3-4 msk olía
1,5 msk karrý
1/2 - 1 hvítlaukur - marinn (magn eftir smekk)
1 púrrulaukur
3 paprikur, skornar í strimla (rauð, græn og appelsínugul)
2 lítrar vatn
1 dós rjómaostur
1 flaska Heinz chilisósa
1 grænmetisteningur
2 kjúklingateningar
1/2 lítri rjómi
salt og pipar
1 poki kjúklingalundir

Byrjið á að hita olíuna í potti og setjið svo karrýið og hvítlaukinn úti og brúnið létt (passa að brenna ekki laukinn). Þá er púrrulaukurinn og paprikan sett útí. Hellið vatninu útí og síðan er rjómaosturinn, chilisósan og teningarnir settir saman við. Hrærið vel og látið suðuna koma upp. Bætið rjómanum útí og kryddið með salti og pipar.

Skerið kjúklingalundirnar í 3 bita og steikið létt í olíu á pönnu. Passa að steikja ekki við of háan hita svo að þær verði ekki brenndar. Þegar súpan er tilbúin þá er kjúklingurinn settur útí og borið á borð.

Gott að bera fram með Heitum bollum (uppskrift finnst undir hlekknum Brauð)

Nægir fyrir 10 manns

Comments

Popular Posts