Skip to main content

Posts

Featured

Súkkulaðibitakökur með haframjöli

* Þessar kökur eru rosalega góðar og voru uppáhalds nýja smákökuuppskriftin jólin 2017. Innihald: 225 gr smjör 175 gr púðursykur 100 gr sykur 1/2 tsk vanilludropar 2 egg 200 gr hveiti 1/4 tsk salt 1 tsk matarsódi 200 gr haframjöl 150 gr súkkulaðidropar/saxað súkkulaði Aðferð: Hitið ofn í 180°C. Hrærið smjör, sykur og vanilludropa vel saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Bætið þá eggjunum út í og hrærið. Þá er hveiti, salti og matarsóda blandað varlega saman við (ekki of lengi) og að lokum haframjölinu og súkkulaðidropunum. Mótið í litlar kúlur og raðið á bökunarplötu, ekki of þétt því þær renna aðeins út. Bakið í ca 12-15 mín eftir stærð eða þar til þær eru orðnar gullnar að lit. Passið að baka ekki of lengi til þess að þær verði ekki of stökkar.

Latest Posts

Hollt hnetusmjörsnammi

Jólakonfekt

Guacamole

Kúrbíts- og gulrótarklattar

Bananabrauð án sykurs

Hrákaka með ávöxtum

Indversk linsubaunabuff með gulrótum og sætum kartöflum

Hveitikökur

Negulkökur

Súkkulaðidropakökur