Súkkulaðibitakökur með haframjöli
* Þessar kökur eru rosalega góðar og voru uppáhalds nýja smákökuuppskriftin jólin 2017. Innihald: 225 gr smjör 175 gr púðursykur 100 gr sykur 1/2 tsk vanilludropar 2 egg 200 gr hveiti 1/4 tsk salt 1 tsk matarsódi 200 gr haframjöl 150 gr súkkulaðidropar/saxað súkkulaði Aðferð: Hitið ofn í 180°C. Hrærið smjör, sykur og vanilludropa vel saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Bætið þá eggjunum út í og hrærið. Þá er hveiti, salti og matarsóda blandað varlega saman við (ekki of lengi) og að lokum haframjölinu og súkkulaðidropunum. Mótið í litlar kúlur og raðið á bökunarplötu, ekki of þétt því þær renna aðeins út. Bakið í ca 12-15 mín eftir stærð eða þar til þær eru orðnar gullnar að lit. Passið að baka ekki of lengi til þess að þær verði ekki of stökkar.