Tebollur með súkkulaði

125 g sykur
100 g smjörlíki
2 egg
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 dl mjólk
50 g kókosmjöl
50 g súkkulaði
1 msk appelsínusafi

Hrærið sykur og smjörlíki vel saman. Setjið síðan eitt egg í einu í blönduna og hrærið vel á milli. Blandið þurrefnum í aðra skál. Setjið mjólk og appelsínusafa í smjörhræruna og hrærið
lítillega. Blandið varlega saman þurrefnum og smjörhrærunni. Búið til tebollur úr deiginu og setjið á bökunarplötu. Bakið við 180° í 10 - 15 mín.

Comments

Popular Posts