Súkkulaðibita muffins

Þessi er alveg æði :)

2 egg
100 gr strásykur
100 gr púðursykur

250 ml mjólk
125 ml olía
1 tsk vanilludropar

400 gr hveiti
4 tsk lyftiduft
1 tsk salt

150 gr súkkulaði

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið egg og sykur þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið þá olíu, vanilludropum og mjólk saman við. Blandið þurrefnunum saman í aðra skál ásamt súkkulaðibitunum. Hrærið síðan báðum skálunum varlega saman með sleif, og alls ekki of mikið því þá lyfta þær sér ekki eins vel. Bakið í 20-25 mín.

Ég nota muffinsbökunarplötu því þá koma muffinsin betur út en það er líka alveg hægt að nota án þess en þá verða þær ekki eins stórar.


Comments

Popular Posts