Æðisleg kjúklingasúpa

Þessa skellti ég í núna rétt í þessu, engin ákveðin uppskrift, bara þreifaði mig áfram og úr kom þessi líka æðislega súpa.

2 hvítlauksrif
1/2 stór rauðlaukur
1/2 sæt kartafla
100 gr frosið grænmeti (ég átti rifnar gulrætur, strengjabaunir ofl. hægt að nota hvað sem er til)
1 dós saxaðir tómatar
1/2 dós hreinn smurostur eða rjómaostur
1/2 piparostur
mjólk
vatn
1 tsk kóríander
1 tsk garam masala
1 tsk engifer
1 tsk cumin
1 tsk karrý
1 tsk grænmetissalt
1 kjúklingabringa, skorin í bita.

Hvítlaukurinn er saxaður smátt og rauðlaukurinn skorinn í bita. Olía sett í pott og laukurinn látinn mýkjast, þá er grænmetinu skellt útí og látið malla í 2-3 mín. Þá er tómötum í dós hellt útí ásamt jafn miklu magni af vatni. Ostinum skellt útí, smá slettu af mjólk og kryddað. Látið malla í smá tíma og þá er kjúklingabringunni skellt útí. Látið malla í ca 10-15 mín eða þar til kjúklingurinn er alveg eldaður í gegn.

Gott með nýbökuðu brauði :) og gott er að strá ferskru kóríander yfir súpuna

Gjöriði svo vel

Comments

Popular Posts