Grískar kjötbollur




Bollur:
3 sneiðar gróft brauð
½ - 1 b vatn eða mjólk
500 nautahakk
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 ½ tsk lambakjötskrydd
1 egg
1 tsk salt
Nýmalaður pipar

Brauðið bleytt í vatninu og síðan tætt í blandara. Öllu blandað saman nema eggin í restina. Mótið bollur og veltið uppúr svolitlu hveiti og steikið á pönnu. Stundum geri ég bara litlar bollur og þá er nóg að steikja þær á pönnu en ef þið viljið gera stærri þá er gott að brúna þær fyrst á pönnu og steikja svo í ofninum í eldföstu móti í ca 20 mín við 180°C.



Grískt salat:
1 rauðlaukur
Nokkur salatblöð
½ dl ólívuolía
¼ tsk oregano
Salt og pipar
3-4 tómatar
Fetaostur

Setjið salatblöðin og laukinn í skál, hellið svo helmingnum af olíunni yfir og kryddið. Skerið tómatana í þykkar sneiðar, raðið ofaná og kryddið. Leggið loks ostinn yfir og dreypið afgangnum af olíunni yfir.



Tatziki sósa:
1 dós grísk jógúrt
1 gúrka
2 hvítlauksrif
1 msk olía
salt og pipar

Rífið gúrkuna niður í rifjárni og setjið inní þurra tusku. Kreistið síðan allan safann úr og blandið síðan rifnu gúrkunni saman við jógúrtina. Merjið hvítlaukinn og setjið saman við ásamt olíunni og kryddið svo til. Þessi er rosalega góð með bollunum.

Comments

Popular Posts