Gamla góða jólakakan

2 b sykur
200 gr smjörlíki
3 egg
4 b hveiti
4 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
Rúsínur/súkkulaði

Sykur og smjörlíki hrært saman þar til blandan verður ljós og létt, þá er eggjunum bætt úti, einu í senn. Síðan er mjólkin,hveitið og lyftiduftið hrært varlega saman við. Passa að hræra ekki of mikið svo kakan verði ekki þurr. Bakað við 175°c í klst.

Comments

  1. Mæli alls ekki með þessari köku, þvílík vonbrigði. Bragðlaus í fyrsta lagi og hangir ekki saman í sneið. Passaði mig að hræra eins lítið og komist af var með en nei, aldrei aftur.

    ReplyDelete

Post a Comment

Popular Posts