Gamaldags randalín

Botnar:
250 gr smjör
375 gr púðursykur
2 egg
500 gr hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk negull
1 tsk kanill
3 msk kakó
Vanilludropar
¼ l mjólk

Hrærið smjör og púðursykur saman. Bætið svo eggjunum útí, þá þurrefnunum og loks mjólkinni. Skiptið í 3 hluta og setjið í 3 grunn ferköntuð form og bakið við vægan hita í 15-20 mín.

Smjörkrem:
500 gr smjör
500 gr flórsykur
Vanilludropar

Comments

Popular Posts