Fylltar kjúklingabringur
4 skinnlausar kjúklingabringur
½ poki spínat
2msk ólívuolía
4msk lúxus dukkah (krydd)
2msk hveiti
5msk fetaostur í olíu
Steikja spínatið á pönnu í örlítilli olíu þar til það er mjúkt. Kreistið úr því mesta safann og blandið fetaosti og dukkah við. Skerið vasa á bringurnar og setjið fyllinguna í. Gott að loka sárinu með tannstönglum. Pensla bringurnar með olíu af fetaostinum og stráið örlitlu salti yfir. Setjið bringurnar í 180°C heitan ofn og bakið í 20-25 mín. Gott að setja 2-3 fetaostsbita og strá dukkah yfir hverja bringu í lokin og setja á grillið í örlitla stund.

Comments
Post a Comment