Cashew Kjúklingur

2 laukar
2 msk tómatmauk
1/3 b cashew
1 ½ tsk garam masala
1 hvítlauksrif
1 tsk chiliduft
1 msk sítrónusafi
¼ tsk malað turmeric
1 tsk salt
1 msk hrein jógúrt
2 msk olía
1 msk ferskt coriander
2 ¼ b sveppir
1 ¼ b vatn
450 gr kjúklingur

Skerið laukinn í fjóra hluta og setjið í matvinnsluvél og maukið í 1 mín. Setjið tómatmauk, hnetur, garam masala, hvítlauk, turmeric, chiliduft, sítrónusafa, salt og jógúrt og makið í 1 mín. Hitið olíu og lækkið í miðlungshita, hellið kryddblöndu útí og hrærið í 1 mín. Setjið ferskt coriander og kjúkling útí og steikið í 1 mín. Bætið sveppunum í, hellið vatni og látið suðuna koma upp. Lok yfir og látið sjóða í 10 mín. (fyrir 4)

Comments

Popular Posts