Brauð m/ólívufyllingu

1 bréf þurrger
6 dl vatn
½ dl olívuolía
2 tsk salt
950 gr hveiti
125 gr rifinn ostur
200-300 gr fylltar ólívur

Leysið gerið upp í volgu vatninu. Hrærið olíu, salti og hluta af hveitinu saman við. Breiðið klút yfir skálina og látið hefast í 40 mín. Hrærið svo meira af hveitinu saman við. Brauðið verður betra eftir því sem deigið er blautara. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið út í 50 x 25 cm ferhyrning og jafnið osti og olívum yfir. Rúllið upp frá langhliðinni og mótið í skeifu. Látið standa í klst. Hitið ofninn í 225°c og penslið brauðið með vatni og bakið í uþb 25 mín. Gott er að pensla brauðið með vatni af og til svo að stökk skorpa myndist.

Comments

Popular Posts